top of page

Hvolparnir fjögurra vikna

  • Writer: Svarthamars
    Svarthamars
  • Apr 13, 2020
  • 1 min read

Updated: Jul 18, 2020

Þvílík forréttindi að fá að hafa alla þessa yndislegu hvolpa á heimilinu á þessum skrítnu Covid tímum. Hvolparnir eru nú að verða fjögurra vikna gamlir. Allir vaxa og dafna vel. Farnir að borða hvolpamat, hlaupa um og kljást við hvorn annan. Allt eins og það á að vera.


Eftir aðrar fjórar vikur munu hvolparnir svo flytja heim til nýju fjölskyldnana sinna sem hafa hingað til þurft að bíða þolinmóðar á hliðarlínunni frá fæðingu þeirra án þessa að fá að hitta eða sjá nýja fjölskyldumeðliminn með eigin augum. Tíminn er nú hálfnaður :)


Við erum afskaplega ánægð að geta veitt þessum frábæru fjölskyldum, sem margar hafa beðið býsna lengi, þessa miklu gleði sem fylgir því að fá nýjan hund á heimilið.


Tveir af hvolpunum

Comments


bottom of page