Bella loksins komin heim
- Svarthamars

- May 29, 2021
- 1 min read
Það er búin að vera mikil áskorun að flytja Bellu okkar til landsins og biðin er búin að vera löng. En loksins er hún komin heim á klakann.
Bella kemur frá æðislegum, mjög virtum ræktendum, Nikoletu og Goran hjá Energy House í Serbíu. Þau eru að okkar mati með alveg geggjaða hunda.
Við elskum útlitið, karakterinn og ættirnar. Við hlökkum mikið til að fá hana heim og kynna hana fyrir nýju fjölskyldunni sinni. Að okkar mati er hún frábær viðbót við litlu ræktunina okkar.
Bella dvelur nú í góðu yfirlæti upp í Móseli hjá Jóhönnu, sem hefur reynst okkur frábærlega á þessum óvissutímum.





Comments